Ísland er eitt - Við tölum sama mál hvar sem við erum!

Sælt veri fólkið!

Í gærkvöldi var þessi fíni VG fundur hér í Árborg þar sem frambjóðendur okkar þau Alma Lísa Jóhannsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Gestur Svavarsson, héldu framsögur. Mæting var góð og stemmingin rífandi. Það er hreint út sagt stórkostlegt að sjá hvernig þetta unga fólk rífur upp stemminguna, túlkar málefni dagsins á grundvelli stefnu VG og greinir vanda þess samfélags sem lætur teyma sig áfram á asnaeyrum græðginnar. Gamlir selir eins og undirritaður þurfa ekki að kvíða ellinni vitandi þetta unga og kraftmikla fólk komið í ráðherrastólana. Það er von að  fari um sitjandi ráðherra, sem nú sjá fram á lok valdaveislunnar miklu. Það sem verst er af öllu er, að þeir yðrast einskis og bjóða þjóðinni enn og aftur upp á sjálfa sig í óbreyttri mynd. Hvílík forherðing!

Okkar ungu liðsmenn í VG eru greinilega tilbúnir að axla ábyrgðina og leysa núverandi valdhafa af hólmi.

Fundinum lauk svo um kl. 22.00 með því að Atli Gíslason dró saman niðurstöður fundarins og hvatti fólk til dáða.  Verulega gefandi sveifla hjá VG í Árborg.

Allt annað líf með VG! Smile

Jón Hjartarson

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Já Jón, þetta var frábær fundur! Takk fyrir góð orð - innilega. Kær kv og baráttuknús alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 16.3.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Já ég trúi því að þetta hafi verið góður fundur.  Verst að hafa misst af honum en þetta er svona maður getur ekki verið allstaðar.

Það verður sannarlega allt,  allt annað lif með VG

kv. Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 16.3.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Hjartarson

Höfundur

Jón Hjartarson
Jón Hjartarson
Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Árborg
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband