16.3.2007 | 09:20
Ísland er eitt - Við tölum sama mál hvar sem við erum!
Sælt veri fólkið!
Í gærkvöldi var þessi fíni VG fundur hér í Árborg þar sem frambjóðendur okkar þau Alma Lísa Jóhannsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Gestur Svavarsson, héldu framsögur. Mæting var góð og stemmingin rífandi. Það er hreint út sagt stórkostlegt að sjá hvernig þetta unga fólk rífur upp stemminguna, túlkar málefni dagsins á grundvelli stefnu VG og greinir vanda þess samfélags sem lætur teyma sig áfram á asnaeyrum græðginnar. Gamlir selir eins og undirritaður þurfa ekki að kvíða ellinni vitandi þetta unga og kraftmikla fólk komið í ráðherrastólana. Það er von að fari um sitjandi ráðherra, sem nú sjá fram á lok valdaveislunnar miklu. Það sem verst er af öllu er, að þeir yðrast einskis og bjóða þjóðinni enn og aftur upp á sjálfa sig í óbreyttri mynd. Hvílík forherðing!
Okkar ungu liðsmenn í VG eru greinilega tilbúnir að axla ábyrgðina og leysa núverandi valdhafa af hólmi.
Fundinum lauk svo um kl. 22.00 með því að Atli Gíslason dró saman niðurstöður fundarins og hvatti fólk til dáða. Verulega gefandi sveifla hjá VG í Árborg.
Allt annað líf með VG!
Jón Hjartarson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2007 | 13:00
Góður byr glæsileg sigling
3.3.2007 | 00:02
Kennaradeilan
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Hjartarson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Sælt veri fólkið!
Það er gaman að fylgjast með íslenskri pólitík í dag og sjá hversu Vg siglir góðan byr um þessar mundir. Það er greinilega að verða ákveðin tímamót í viðhorfum þjóðarinnar þar sem æ stærri hluti hennar hafnar græðgi og sóun og gefur verndun umhverfis og þjóðlegum menningarverðmætum aukið vægi fram yfir gróðafíknina. Þessi nýju viðhorf er sá mannauður sem VG sækir fylgið og er það vel. Óhætt er að fullyrða að það fólk sem kemur nú í auknum mæli til fylgis við VG er hugsandi fólk sem er að íhuga framtíðina og veltir fyrir sér hvernig umhverfi og mannlíf við bjóðum óbornum kynslóðum. Þetta fólk hefur væntingar til okkar viðhorfa og samsamast þeim pólitísku áherslum sem við stöndum fyrir af einurð og staðfestu.