Kennaradeilan

Það er virkilega uggvænlegt að hugsa til þess ef sveitarfélögin eiga nú einn ganginn enn að lenda í harðvítugri deilu við kennara. Það er staða sem ekki er hægt að hugsa sér þegar horft er til þess að skólasamfélagið er einn af meginburðarásum hvers samfélags og styrkur þess áss byggist á góðu og glöðu starfsliði. En það er nú annað uppi á teningnum. Mér finnst launanefnd sveitarfélaga mæta sanngjörnum kröfum kennara um endurskoðun launaliðar  með gamaldags og úreltri hugmyndafræði, sem er ekki til neins nema hleypa illu blóði í fólk og setja samskiptin í óleysanlegan hnút. Mér finnst vanta alla reisn og launapólitíska dirfsku hjá launanefnd sveitarfélaga til að mæta kennarastéttinni á sínum heimavelli og uppskera í staðinn glaða og framsækna starfsmenn og margfalt öflugra og natnara skólastarf en nú er til staðar. Það er engin starfsgleði hjá stétt sem stöðugt er að svipast um eftir tækifæri til að losna úr starfi. Tillaga bæjarstjóra Hafnarfjarðar að setja deiluna í kjaranefnd er óhæf. Hún undirstrikar getuleysi launanefndar til að leysa málin og um leið afsala sveitarfélögin sér ábyrgð og aðkomu að málinu. Úrskurður lyki málinu en deilan stæði trúlega eftir. Sjálfstæðisflokkurinn sem ríkir í öllum stærstu sveitarfélögum landsins hefur skapað það umhverfi sem við verðum að búa við, það lofar ekki góðu og er í raun ávísun á harðvítuga deilu. Það teldist eflaust ekki óeðlilegt þótt launanefnd sveitarfélaga segði af sér í heild þar sem hún stendur nú ráðþrota frammi fyrir kennurum og kann engin úrræði til að leysa hnútinn. Lausnin felst í tvennu frá mínum sjónarhóli ; annarsvegar að semja við kennara  á sómasamlegan hátt og svo hins vegar að sækja þá peninga sem sveitarfélögin eiga hjá ríkinu svo unnt sé að mæta eðlilegum kjarabótum.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Hj

Ég held að þetta sé ansi þörf ábending og væri þörf að fleiri læsu og hugleiddu.

Niðurstaðan er rökrétt og sem kennari get ég fullyrt að hún mundi leiða til jákvæðs anda og sem slík liðka mjög fyrir í komandi kjarasamningsviðræðum.

Sigmar Hj, 8.3.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Hjartarson

Höfundur

Jón Hjartarson
Jón Hjartarson
Höfundur er bæjarfulltrúi VG í Árborg
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband